Guðrún Pálína hlýtur starfslaun listamanna á Akureyri

Guðrún Pálína hlýtur starfslaun listamanna á Akureyri

Viðurkenningarhafar í Ketilhúsinu í dag. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta. Þar voru tilkynntar ákvarðanir stjórnar Akureyrarstofu um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs, viðurkenningar Húsverndarsjóðs, viðurkenningu fyrir byggingalist, athafna- og nýsköpunarviðurkenningu Akureyrar og síðast en ekki síst var tilkynnt hver hlýtur starfslaun listamanna 2013-2014.

Það er niðurstaða stjórnar Akureyrarstofu að starfslaunin skuli hljóta Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarkona.Guðrún Pálína er afar virk í listsköpun sinni. Hún hefur átt langan, stöðugan og farsælan feril og samfélagslegur þáttur hennar í listalífinu á svæðinu er umtalsverður. Einnig hefur hún hlotið viðurkenningu í íslensku myndlistarlífi fyrir reksturinn á GalleríPlús.

Alls voru fjórar heiðursviðurkenningar veittar úr Menningarsjóði og eru þær veittar fyrir mikilvægt framlag til menningarmála á Akureyri. Þessar viðurkenningar hlutu Gunnar F. Guðmundsson rithöfundur fyrir ævisögu Jóns Sveinssonar, Nonna, Zontaklúbbur Akureyrar, Bernharð Haraldsson fyrrum skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og Saga Jónsdóttir leikkona.

Þrjár viðurkenningar voru veittar úr Húsverndarsjóði fyrir húsin að Brekkugötu 5, Hafnarstræti 107 B og Hafnarstræti 98 en allt eru þetta hús sem skipa mikilvægan sess í götumynd miðbæjarins á Akureyri. Tvær viðurkenningar voru veittar fyrir byggingalist: arkitektastofan Kollgáta fékk viðurkenningu fyrir kaffihús í Lystigarðinum og Arkþing og Arkitema í Danmörku fyrir innra skipulag menningarhússins Hofs.

Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrar voru veitt í fjórða sinn og komu í hlut Hölds fyrir þrautseigju og góðan rekstur og fyrirtækið Seigla hlaut viðurkenningu fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Sigyn náði markmiði sínu

Sigyn Blöndal setti sér það markmið í byrjun apríl að safna 1500 pundum sem hún ætlar að nota til að fara til Úganda í ágúst þar sem hún mun vinna sem sjálfboðaliði við að ... Lesa »

Héraðsdómur Norðurlands Eystra

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt ungan mann í átta mánaða fangelsi skilorðbundið eftir að hann varð ungri stúlku á Siglufirði að bana með gáleysislegum akstri og slasaði ... Lesa »

Hundrað manns á sviði í Hofi

Á morgun, 28. apríl, verður mikið um dýrðir í Hofi. Þá gengur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til liðs við Kór Akureyrarkirkju, stærsta kirkjukór landsins, Barokksmiðju Hólastiftis ... Lesa »

Heilbrigði og velferð á norðurslóðum

Þriðjudaginn 30. apríl verður haldið málþing í Háskólanum á Akureyri undir yfirskriftinni: Heilbrigði og velferð á norðurslóðum. Á málþinginu tala auk íslenskra fræðimanna og ... Lesa »

Kjördagur

Kjördagur er runninn upp og á kjörskrá í Norðausturkjördæmi eru 29.049 manns. Kjördeildir opnuðu kl. 9 í morgun og verða flestar opnar til kl. 22 í kvöld. Kjörstaðir í Hrísey og ... Lesa »

Læknastofur Akureyrar 5 ára

Í janúar 2013 voru 5 ára síðan Læknastofur Akureyrar hófu rekstur í núverandi húsnæði að Hafnarstræti 97. 6. hæð í Krónunni. Þegar flutt var í nýtt húsnæði voru auk ... Lesa »

Kjörtímabil á enda runnið

Nú við lok kjörtímsbils er ekki úr vegi að líta yfir farin veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b.eftirfarandi: Um 85% af fjármálakerfinu ... Lesa »

Gísli Tryggvason

Dökk fortíð verðtryggingar

Vinir mínir í Bjartri framtíð hafa endurtekið haldið því fram á sameiginlegum fundum hér á Norðausturlandi og í fjölmiðlum að skuldaniðurfærsla fæli í raun í sér ... Lesa »

Sjálfstæði heimahéraða

Mikil rígur hefur þróast milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar undanfarin ár og áratugi. Birtingarmyndir hans eru ýmsar, en ein sú alvarlegasta er umgengni borgarstjórnar um ... Lesa »

Minningarmót Jóns Ingimarssonar í skák hefst í kvöld

Í aldarminningu Jóns Ingimarssonar mun Skákfélag Akureyrar og Eining-Iðja í samvinnu við Ingimar Jónsson halda veglegt skákmót dagana 26. til 28. apríl. Á mótinu verða tefldar 10 ... Lesa »

Hver kýs ekki bjarta framtíð?

Það getur verið freistandi fyrir frambjóðendur að lofa öllu fögru. Sérstaklega þegar peningarnir koma úr sjóðum almennings. Það er hins vegar ekki ábyrgt. Björt framtíð er hins ... Lesa »

Er lágmarkslýðræði nóg?

Lýðræðisvaktin vill breyta mörgu. Þar á meðal mörgu sem snýr að lýðræðinu. Við viljum taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðs til fyrirmyndar. Þar var markmiðið að komast að ... Lesa »

Hvers vegna er horft til „íslensku leiðarinnar“ ?

Haustið 2008 varð á Íslandi eitt dýpsta efnahagshrun á sem sögur fara af, allt bankakerfi landsins hrundi, gjaldeyrisforði landsins þurrkaðist út og landið var á barmi ... Lesa »

Við erum tilbúin til verka

Kosningabaráttan er á lokasprettinum. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins erum þakklátir öllum þeim sem hafa átt samræður við okkur á síðustu vikum. Alls staðar sem við höfum ... Lesa »

Hei, þú, já þú

Lengi hefur umræða um efnahagsástandið á Íslandi verið þversagnakennd. Við horfum upp á biðraðir hjá mæðrastyrksnefnd og biðraðir á miðnæturopnunum þegar ný i-græja kemur út. ... Lesa »

Almannavarnir vara við slæmu veðri á sunnudag

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér viðvörun vegna norðanstorms á sunnudag um norðan- og austanvert landið Spáð er norðanhvassviðri- eða stormi (vindhraða ... Lesa »

Lof og last

Lof og last

Lof fá aðstandendur ráðstefnu sem fram fer í byrjun maí í Háskólanum að Bifröst en þar verður meirihluti fyrirlesara konur. Þetta segir kona sem sendi blaðinu bréf. Fram kom í ... Lesa »

List án landamæra

List án landamæra á Akureyri hefst laugardaginn 27. apríl með opnunarhátíð í Síðuskóla. Hátíðin stendur yfir kl. 12-14 og er sett af Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Elmu ... Lesa »

Sæluvika Skagafirðinga hefst á sunnudaginn

Sæluvika Skagfirðinga, ein elsta lista- og menningarhátíð landsins, verður sett á sunnudaginn, 28. apríl, kl. 14 í Safnahúsi Skagfirðinga, og stendur hún til 5. maí nk. Dagskráin er ... Lesa »

Umræða um Byggðastofnun oft neikvæð

Segir stjórnarformaður Byggðastofnunar. Fagnar útspili formanns Samfylkingar um byggðamál, enda mikilvægt að setja byggðamál á dagskrá. „Opinber umræða um lánastarfsemi ... Lesa »

Ég hataði þennan mann

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann réðist inn í hús á Þórshöfn og réðist þar á íbúa. Í ákæru segir að maðurinn ... Lesa »

Guðrún Pálína hlýtur starfslaun listamanna á Akureyri

Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta. Þar voru tilkynntar ákvarðanir stjórnar Akureyrarstofu um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs, ... Lesa »

Eva Joly – hrunið – Al Thani – sérstakur saksóknari og Framsóknarflokkurinn

Eftir hrun íslensks efnahagslífs greip ríkisstjórn Jóhönnu Sigurdóttur til þess ráðs að kalla til heimsþekkta konu á sviði sakamála til að veita íslensku þjóðinni ráðgjöf í ... Lesa »

Þegar kemur að því að kjósa…

Lesandi góður. Nú veit ég ekki hversu gamall þú ert en ég veit að ég og jafnaldrar mínir erum að fara að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti á ævi okkar. Við erum flest nýorðin 18 ... Lesa »

Búa kosningar til peninga og er tímabært að detta í það?

Nú eru kosningar eftir nokkra daga. Af málflutningi sumra framboða mætti ráða að hér sé skyndilega allt fljótandi í peningum. Ég ætla að færa þau sorglegu tíðindi að svo er ekki. ... Lesa »

Skoða meira