Lögreglumaður ákærður fyrir hótanir

Ísleskur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir brot á lögum blygðunarsemi og hótanna. Þessu greinir Mbl frá.

Lögreglumaðurinn, sem er á þrítugsaldri, er gefið að sök að hafa föstudaginn 13. janúar 2018 sent sex skilaboð á vinsæla samfélagsmiðlinum Snapchat til ungrar konu sem voru fallin til þess að særa blygðunarsemi konunnar, og fá hana að óttast um líf sitt og heilsu. Þetta kemur fram í ákæru sem Vísir hefur í höndum sínum.

Í skilaboðunum sex biður hann konuna þrisvar um að hafa samfarir við sig á fremur ósiðlegan hátt og kallar hana dóna. Þá kallar hann hana hóru og mellu sjö sinnum, bæði á íslensku og ensku, og segir hana vera nákvæmlega sú hóra sem hann myndi drepa. Þá sagðist hann ætla að brjóta hana ef hún kæmi nálægt sér. Hann sagði í fyrstu skilaboðunum að hann ætlaði að drepa hana, og sagði henni ennfremur tvisvar í öðrum skilaboðum að drepast. Lögreglumaðurinn segir einnig í skilaboðunum að konan hafi eyðilagt líf sitt, og segist hann ætla að láta hana gjalda fyrir það.

Vert væri að taka fram að umræddur lögreglumaður er ekki sá færasti í stafsetningu.

Skilaboðin sem lögreglumaðurinn senti konunni varða 209. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um blygðunarsemi, og 233. grein um lífsláthótanir.

Lögreglumanninum hefur verið vísað frá störfum sínum síðan málið kom upp í lok Janúar.

Fjöldi fyrirspurna frá fjölmiðlum hafa borist lögreglu og vegna þeirra hefur hún gefið út tilkynningu um að málið sé komið í viðeigandi ferli hjá lögregluembættinu og að lögreglumaðurinn sé ekki lengur við störf sín. Lögregla getur ekki gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Óhætt er að segja að sumir lögreglumenn séu ekki starfi sínu vaxnir, en fyrr á árinu ákærðu þrjár ungar konur lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Brotin áttu að hafa átt sér stað þegar þær voru á barnsaldri. Þrátt fyrir ákærurnar var lögreglumanninum ekki vísað frá störfum.