Rás 1

Rás 1, eða Ríkisútvarpið, hóf útsendingar þann 20. desember 1930 og er elsta útvarpsstöð landsins sem enn er í loftinu. Rás 1 reynir að höfða til allra og spilar fjölbreytilega tónlist. Allskonar þættir eru einnig spilaðir á Rás 1 og fréttir sagðar 11 sinnum á virkum dögum. Hægt er að hlusta á Rás 1 með því að stilla á FM rás 93,5 á höfuðborgarsvæðinu, eða á vefsíðu RÚV.

Bylgjan

Bylgjan er fyrsta löglega einkarekna útvarpsstöð landsins, en hún hóf útsendingar þann 28. ágúst árið 1986. Um 145.000 íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára stilla á rásina í hverri viku og gerir það Bylgjuna að vinsælustu útvarpsstöð landsins. Þú getur hlustað á Bylgjuna á FM rás 98,9 eða á vefsíðu Vísis.

Lindin

Lindin er kristnileg útvarpsstöð sem hefur það markmið að dreifa boðskap kristintrúar. Útvarpsstöðin hefur verið í loftinu frá árinu 1995. Lindin spilar helst kristna tónlist, til dæmis kristið rokk. Stöðin fer oft með bænir og tilkynnir kristna viðburði. Útvarpsstöðin er á FM rás 102,9 og á vefsíðu þeirra.

Útvarp Saga

Útvarp Saga er tal útvarpsstöð sem fylgir pólitískri umræðu um innlend og erlend málefni. Þekktasta nafn stöðvarinnar er Pétur Gunnlaugsson, en hann fer meðal annars með þáttinn Línan er Laus þar sem hlustendur geta hringt inn í beinni og lagt skoðanir sínar til málanna. Stöðin hefur verið í loftinu síðan 1994. Þú getur hlustað á FM rás 99,4 eða á vefsíðu þeirra.

Suðurland FM

Útvarpsstöðin hefur verið í loftinu frá árinu 2007 og er rekin af Léttur ehf. Þegar miðað er við aðrar útvarpsstöðvar er ekki mikil dagskrá á Suðurland FM, en þættirnir eru aldrei fleiri en þrír á einum degi. Útvarpsstöðin spilar fjölbreytilega tónlist úr öllum áttum og höfðar því til margra. Þú getur hlustað á stöðina á FM rás 96,3 á höfuðborgarsvæðinu, eða á vefsíðu þeirra.